Um skilriki.is
Á skilríki.is er að finna allar helstu upplýsingar um rafræn skilríki.
Vefurinn er hugsaður fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila.
Á vefnum má nálgast upplýsingar um virkni skilríkjanna, hvernig þau koma handhöfum að góðum notum og hvernig þeir sem bjóða fram þjónustu geta tengt sig rafrænum skilríkjum.
Hagnýtar upplýsingar um hvernig uppsetningu í ýmsum kerfum er best háttað er að finna á vefnum.
Ríkisskattstjóri heldur úti vefnum skilríki.is.