• Stefnumarkandi kröfur

Kröfulýsingin í útgáfu 1.0 !

6.5.2008

SAM (samstarfshópur FJR og Auðkennis) hefur samþykkt útgáfu 1.0 af kröfulýsingu fyrir vottunarstöðvar.

Þetta er merkur áfangi, ekki síst vegna þess að þar með hefur SAM staðfest, fyrir hönd Auðkennis og fjármálaráðuneytisins, samkomulag um stefnumarkandi kröfur fyrir rafræn skilríki á Íslandi. Vottunarstefna Auðkennis fylgir ákvæðum kröfulýsingarinnar, eins og lagt er fyrir í samstarfssamningi Auðkennis og fjármálaráðuneytisins frá 8. mars 2007.

Kröfulýsingin er að mestu byggð á tækniforskrift frá ETSI sem er í tveimur skjölum; ETSI TS 101 456 og ETSI TS 102 042. Skjalið lýsir kröfum fyrir mismunandi öryggisstig, allt frá léttvægum kröfum upp í kröfur til skilríkja fyrir fullgilda undirritun. Skjalið er gefið út sem almennt og opinbert skjal, ætlað öllum þeim sem nýta sér rafræn skilríki á Íslandi, hvort sem það eru notendur, lausnaraðilar eða þjónustuaðilar.

  • Skjalið er undir útgefið efni > kröfur.