Smartkortalesarar
Til þess að geta notað rafræn skilríki, sem hýst eru á kortum með örgjörva, þarf að hafa kortalesara.
Lesarar hafa verið í stöðugri þróun undanfarin ár og nú er svo komið að flestir lesarar styðjast við sama staðalinn. Þessi staðall kallast PC/SC (Personal Computer / Smart Card ). Þetta þýðir að allir lesarar sem styðja PC/SC virka í flestum stýrirkerfum. PC/SC stuðningur er innbyggður í Windows en hægt er að notast við PC/SC lite í Linux og Mac.
PC/SC stuðningur tryggir að lesarinn virki í stýrikerfinu en samt sem áður eru framleiðendur lesarans að dreifa sérstökum reklum (drivers) með þeim. Þeir reklar sem koma frá framleiðandanum bæta oft frammistöðu lesarans.
Nánar um PC/SC er að finna hér http://www.pcscworkgroup.com.
Lesarar eru nú flestir USB-tengdir og geta komið með eða án talnaborðs (PIN Pad). Lesarar með talnaborði eru mun öruggari þar sem PIN-númer fara ekki út fyrir tækið. PIN-númer sem slegið er á talnaborðið er sent beint inn á örgjörvann á kortinu til staðfestingar. Athugið að þetta á við um PIN-númer sem tengjast PKI-virkni kortsins en ekki PIN-númer fyrir greiðsluvirknina.
Mörgum nýjum tegundum fartölva fylgir kortalesari. Þessir lesarar eru af tegundinni PCMCIA og liggja í rauf á hlið tölvunnar. Einnig eru nú framleidd hefðbundin lyklaborð með kortalesurum.
Lesarar sem hafa verið prófaðir í PKI-IS verkefninu
Tegund
|
Framleiðandi
|
Nánar
|
---|---|---|
Argos II Mini | Todos | www.todos.se |
Cardman 3021 | OmniKey | omnikey.aaitg.com |
GemPC Twin | GemAlto | www.gemalto.com |
Teo | Xiring | www.xiring.com |
Omnikey 4040 | OmniKey | omnikey.aaitg.com |
Til þess að hafa samskipti við kortið í gegnum kortalesarann þarf hugbúnað á tölvuna. Fyrir valinu varð hugbúnaðurinn Personal frá Nexus. Hann getur haft samskipti við margar gerðir korta og er einfaldur í uppsetningu og notkun. Hægt er að lesa nánar um hugbúnaðinn hér á vefnum.