• Kortalesari

Smartkortalesarar

3.3.2008

Til þess að geta notað rafræn skilríki, sem hýst eru á kortum með örgjörva, þarf að hafa kortalesara.

Lesarar hafa verið í stöðugri þróun undanfarin ár og nú er svo komið að flestir lesarar styðjast við sama staðalinn. Þessi staðall kallast PC/SC (Personal Computer / Smart Card ). Þetta þýðir að allir lesarar sem styðja PC/SC virka í flestum stýrirkerfum. PC/SC stuðningur er innbyggður í Windows en hægt er að notast við PC/SC lite í Linux og Mac.

PC/SC stuðningur tryggir að lesarinn virki í stýrikerfinu en samt sem áður eru framleiðendur lesarans að dreifa sérstökum reklum (drivers) með þeim. Þeir reklar sem koma frá framleiðandanum bæta oft frammistöðu lesarans.

Nánar um PC/SC er að finna hér http://www.pcscworkgroup.com.

Lesarar eru nú flestir USB-tengdir og geta komið með eða án talnaborðs (PIN Pad). Lesarar með talnaborði eru mun öruggari þar sem PIN-númer fara ekki út fyrir tækið. PIN-númer sem slegið er á talnaborðið er sent beint inn á örgjörvann á kortinu til staðfestingar. Athugið að þetta á við um PIN-númer sem tengjast PKI-virkni kortsins en ekki PIN-númer fyrir greiðsluvirknina.

Mörgum nýjum tegundum fartölva fylgir kortalesari. Þessir lesarar eru af tegundinni PCMCIA og liggja í rauf á hlið tölvunnar. Einnig eru nú framleidd hefðbundin lyklaborð með kortalesurum.

Lesarar sem hafa verið prófaðir í PKI-IS verkefninu

Tegund
Framleiðandi
Nánar
Argos II Mini Todos www.todos.se
Cardman 3021 OmniKey omnikey.aaitg.com
GemPC Twin GemAlto www.gemalto.com
Teo Xiring www.xiring.com
Omnikey 4040 OmniKey omnikey.aaitg.com


Til þess að hafa samskipti við kortið í gegnum kortalesarann þarf hugbúnað á tölvuna. Fyrir valinu varð hugbúnaðurinn Personal frá Nexus. Hann getur haft samskipti við margar gerðir korta og er einfaldur í uppsetningu og notkun. Hægt er að lesa nánar um hugbúnaðinn hér á vefnum.