• Fundur um rafræn skilríki

Taktu þátt í verkefninu !

18.12.2007

Fullt var út úr dyrum á kynningarfundi um rafræn skilríki sem haldinn 28. nóvember síðastliðinn.

Fundurinn var ætlaður öllum þeim aðilum sem hyggjast bjóða upp á þjónustu þar sem rafræn skilríki verða nýtt, bæði til auðkenningar og til rafrænna undirskrifta. Kynningar framsögumanna má nálgast á Skilríki.is.

Nú er tæknin vel á veg komin og búið að útbúa nýtt útgáfuskilríki fyrir Auðkenni undir Íslandsrót. Útgáfa er hafin á svokölluðum Audkenni-Pilot skilríkjum sem ætluð eru til áframhaldandi prófana. Tæknipófunum er að mestu leyti lokið og við taka notandaprófanir þar sem meðal annars verður hugað að notagildi og hvernig notendum gengur að setja upp hugbúnaðinn og lesara.

Notandahugbúnaðurinn

Verið er að ljúka við þýðingu á notandahugbúnaðinum Personal. Hægt er að velja íslensku í núverandi útgáfu af Personal en það á eftir að lagfæra nokkur atriði í þýðingunni.

Nánari upplýsingar um hugbúnað og tækni lausnarinnar eru að finna á Skilríki.is

Taktu þátt í verkefninu !

Hægt er að fá ókeypis prufuskilríki og lesara. Ef þú villt taka þátt í þessari tækniþróun þarftu að gera eftirfarandi:

  • Sækja um rafrænt skilríki á pkipilot@audkenni.is þar sem fram kemur nafn, eins og það kemur fyrir í þjóðskrá, og kennitala. Þegar skilríkið er tilbúið er tilkynning um það send á það póstfang sem sótti um skilríkið. Mæta síðan í eigin persónu á skráningarstöð með gild skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) til þess að fá rafræna skilríkið afhent.
  • Fara inn á Skilríki.is og velja þar flipann þjónustuveitendur. Undir þessum flokk eru tækniupplýsingar sem aðstoða þig við að setja upp þjónustu á vefnum sem nýtir sér rafræn skilríki við innskráningu í þjónustu. Sjá einnig fyrirlestur Sverris Bergþórs Sverrissonar, tæknilegs sérfræðings hjá Auðkenni, og Kristins Stefánssonar, sérfræðings hjá Kaupþingi, Tæknin á bakvið PKI-IS (PDF 868 KB).
  • Ef upp koma vandamál við uppsetningu eða spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á support@audkenni.is.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið og framgang þess má sjá á Skilríki.is.