• Kynnngarfundur

Rafræn skilríki á debetkortum eftir áramót

29.11.2007

Nýjum rafrænum skilríkjum á debetkortum verður dreift til almennings eftir áramót.

Þau gera viðskipti á netinu öruggari en nokkru sinni fyrr og munu leysa af hólmi auðkennislykla bankanna.

Bankar og sparisjóðir í samstarfi við fjármálaráðunetið hafa undanfarna mánuði lagt grunninn að drefingu skilríkjanna. Menn gefa sér að það taki nokkur ár að gera notkun þerra almenna. Rafrænu skilríkin verða á venjulegum debetkortum sem bankar og sparisjóðir munu dreifa til almennings. Kortin eru búin örgjörva sem geymir skilríkið. Til að nota skilríkið þarf kortalesara sem algengast er að tengdur sé við tölvuna með USB-tengi.

Þetta kom fram á kynningarfundi um rafræn skilríki á debetkortum sem haldinn var á Grand Hotel í gær fyrir þá aðila sem hyggjast bjóða upp á þjónustu þar sem rafræn skilríki verða nýtt, bæði til auðkenningar og til rafrænna undirskrifta.

Kynningarfundur2