• Rafræn skilríki á debetkorti

Rafræn skilríki á debetkortum - kynningarfundur

21.11.2007

Næstkomandi miðvikudag, 28. nóvember 2007, verður haldinn kynningarfundur um rafræn skilríki á debetkortum.

Fundurinn er ætlaður öllum þeim aðilum sem hyggjast bjóða upp á þjónustu þar sem rafræn skilríki verða nýtt, bæði til auðkenningar og til rafrænna undirskrifta.

Aðgangur að fundinum er án gjalds. Skráning á fundinn fer fram hér á vefnum með skráningu á sérstakan póstlista sem eingöngu er ætlaður fyrir þennan fund. Aðilar þurfa að slá inn netfang sitt og haka við Kynningarfundur fyrir þjónustuveitendur til að skrá sig.

  • Fundarstaður: Grand Hotel
  • Fundartími: Miðvikudagur kl.10:00-12:00
  • Dagskrá fundarins mun verða birt á skilriki.is síðar og send á póstlistann

Undanfarna mánuði hefur mikil vinna verið lögð í undirbúning að dreifingu rafrænna skilríkja á debetkortum.

Markmið verkefnisins er að byggja upp örugga rót fyrir Ísland og dreifa skilríkjum byggðum á rótinni til allra landsmanna. Það er ljóst að um mjög einstakt verkefni er að ræða, ekki bara á Íslandi, enda er fylgst með því víða um heiminn.

Undirbúningur verkefnisins er á lokastigi og er gert ráð fyrir að dreifing skilríkja til almennings hefjist fljótlega á næsta ári. Verkefnið er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisins og Auðkennis fyrir hönd banka og sparisjóða. Ríkið mun verða eigandi Íslandsrótar, en Auðkenni fær útgefið milliskilríki, sem skilríki til einstaklinga verða byggð á. Skilríkjum einstaklinga verður dreift á endurnýjuðum debetkortum með örgjörvum.

Nánari upplýsingar veita:

  • Bergsveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri innleiðingar - bet hjá admon.is
  • Arnaldur F. Axfjörð, verkefnisstjóri samstarfsverkefnis ríkis banka og sparisjóða – afax hjá admon.is