• Nexus

Notendahugbúnaður fyrir rafræn skilríki

21.11.2007

Þegar korthafi fær afhent rafræn skilríki á debetkorti þarf hann að velja sér PIN númer fyrir rafrænu skilríkin.

Þessi PIN númer eru notuð í hvert skipti sem notandi nýtir skilríkin á kortinu t.d. til þess að skrá sig inn í netbanka (auðkenna sig) eða skrifa undir samning (undirritun).

Til þess að geta nýtt kortin þarf korthafi að hafa kortalesara tengdan við tölvuna og hugbúnað. Flestir kortalesarar sem framleiddir eru í dag eru staðlaðir fyrir Windows stýrikerfið og er því hægt að notast við nánast hvaða lesara sem er.

Notendahugbúnað þarf einnig til þess að geta talað við forritið á kortinu sem geymir skilríkin. Hugbúnaðurinn sem valinn var fyrir þetta verkefni heitir Nexus Personal. Nexus Personal er hugbúnaður sem framleiddur er af sænsku fyrirtæki sem heitir Nexus og er staðsett í Stokkhólmi. Hugbúnaðurinn gerir stýrikerfinu á vélinni kleift að hafa samskipti við kortið og þar með gera það virkt fyrir margs konar forrit sem notuð eru t.d. Internet Explorer, Firefox, Word og Acrobat

Dæmi um notkun skilríkis.

  1. Notandi fer inn á vefsíðu netbanka
  2. Notandi smellir á innskráningu með rafrænu skilríki
  3. Í stað þess að slá inn notandanafn og lykilorð birtist gluggi fyrir innslátt á PIN númeri.
  4. PIN númer er slegið inn og notandi er þar með auðkenndur inn í netbankann.

Með tilkomu rafrænna skilríkja þarf notandi ekki lengur notandanafn og lykilorð.