Rafræn skilríki kynnt bankafólki
Kyninngarfundur um rafræn skilríki fór fram á Grand Hotel í síðustu viku.
Kynningarfundurinn var fyrir starfsfólk banka sem sinna mun þjónustu er tengist rafrænum skilríkjum.
Sæmundur Sæmundsson, stjórnarformaður Auðkennis og forstjóri Tetris, flutti erindi um rafræn skilríki sem byltingu í samskiptum, Svava Garðarsdóttir, vörustjóri hjá Tetris flutti erindi um mikilvægi framlínu í traustkeðju rafrænna skilríkja og Arnaldur F. Axfjörð, verkefnastjóri PKI-IS, flutti erindi um undirbúning innleiðingarinnar, stöðu verkefnisins & framtíðina.
Erindi þeirra er að finna hér á efnum undir kynningarefni.