Um rafræn skilríki í fjölmiðlum
Umfjöllun fjölmiðla um helgina var á jákvæðum nótum, rétt eins og viðtökurnar á UT deginum og á sýningunni Tækni og vit þar sem rafræn skilríki voru valin besta varan.
- Rafræn skilríki valin besta varan á Tækni og vit 2007 - Mbl.is
- Fjallað var um upplýsingatækni og rafræn skilríki í útvarpsþættinum Samfélagið í nærmynd á RÚV þann 9.mars 2007. Tekið var viðtal við Harald Sverrisson og Harald Bjarnason hjá fjármálaráðuneytinu og Guðbjörgu Sigurðardóttir hjá forsætisráðuneytinu.
- Fjallað var um rafræn skilríki á sýningunni í fréttum Sjónvarpsins og tekið viðtal við Arnald Axfjörð hjá Admon sem vinnur sem verkefnastjóri PKI verkefnisins fyrir hönd Auðkennis.
- Einnig var fjallað í fréttum Stöðvar 2 um kynningu á rafrænum skilríkjum á UT deginum.
- Haraldur Bjarnason sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu var í viðtali á Bylgjunni 8. mars:
- Öll dagskrá UT dagsins, þar á meðal sameiginleg kynning Árna M. Mathiesen og Ingólfs Helgasonar á fyrstu rafrænu skilríkjunum auk erindis Sæmundar Sæmundssonar stjórnarformanns Auðkennis, er að finna á netinu á ut.is.
- Um UT daginn og kynningu á rafrænum skilríkjum má lesa í UT blaðinu (PDF 7,26 MB) sem fylgdi með Morgunblaðinu sem kálfur 3. mars.
- Í síðasta hefti Tölvumála (PDF 5,98 MB), tímarits Skýrslutæknifélags Íslands var einnig fjallað um rafræn skilríki, þar er m.a. grein á bls. 28 sem útskýrir bakgrunn verkefnisins.