Rafræn skilríki valin besta varan á Tækni og vit 2007

10.3.2007

Fífan í KópavogiÁ tæknisýningunni Tækni og vit 2007 voru nú klukkan 15 veitt verðlaun fyrir bestu vöruna eða þjónustuna á sýningunni, en í ár voru það rafræn skilríki, sem Landsbankinn, Auðkenni og fjármálaráðuneytið voru að kynna á sýningunni, sem unnu til verðlaunanna.

Rafræn skilríki eru sögð leika lykilhlutverk í því að auka öryggi þeirra sem notfæra sér Netið. Þá hafa þau verið kölluð nokkurs konar vegabréf í netheimum og leið til rafrænnar undirskriftar.

Um 30 manns hafa nú þegar notað skilríkin í bási Morgunblaðsins á sýningunni til þess að fá sér fría mánaðaráskrift á Morgunblaðinu eða velja sér mynd úr myndasafni blaðsins, þ.e. þeir sem þegar eru áskrifendur að Morgunblaðinu.

Sýningin, sem er tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaðinum, stendur til klukkan 17 í dag. Á morgun opnar hún aftur klukkan 12 og stendur til klukkan 17.

Frétt af mbl.is