350 þúsund rafræn skilríki framleidd

20.5.2013

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að útgáfa á rafrænum skilríkjum hófst hafa yfir 350 þúsund rafræn skilríki verið framleidd.

Tæp 90% Íslendinga 15 ára geta því nýtt sér rafræn skilríki og næstum helmingur þessa hóps hefur þegar virkjað þau. Með þessu hafa Íslendingar eignast auðkenningarleið sem uppfyllir bæði ströngustu kröfur um öryggi og útbreiðslu. Auk þess er unnt að undirrita skjöl með fullgildum hætti með skilríkjunum.

Þetta og fleira má lesa um í Vefriti fjármála- og efnahagsráðuneytisins.