Margir sóttu um rafræn skilríki

30.1.2013

Á vef landlæknis kemur fram að um 240 læknar hafi sótt um rafræn skilríki á Læknadögum sem lauk sl. föstudag.

Á nýliðnum Læknadögum stóð Embætti landlæknis fyrir málþingi um stefnur og strauma í rafrænni þjónustu, þróun rafrænnar sjúkraskrár og gagnamiðlun. Þar eru margar nýjungar á döfinni á næstu vikum og mánuðum.

Fyrst verður opnað fyrir aðgang að lyfjagagnagrunni sem rekinn sé í rauntíma. Hann muni sýna læknum lyfjanotkun einstaklinga þrjú ár aftur í tímann og óafgreiddar lyfjaávísanir á nafni þeirra.

Læknar voru hvattir til að sækja um rafræn auðkenniskort í þeim tilgangi að tryggja þeim öruggan og skilvirkan aðgang. Mikill áhugi hafi verið meðal þeirra á þessum nýja möguleika í daglegu starfi þeirra.

Starfsskilríkin eru notuð til að tryggja öryggi gagnaumsýslu við rafrænar lausnir embættisins. Vonir standa til að allir starfandi læknar verði komnir með gild rafræn skilríki á vormánuðum.