Vandamál tengd Firefox 4
Eftir að Firefox 4 kom út hafa notendur hans lent í vandræðum með að skrá sig inn á eftirfarandi vefsíður:
- skattur.is
- tollur.is
- rafraen.reykjavik.is
- island.is
Upp kemur aðvörun þar sem segir „Secure Connection Failed“.
Ástæan fyrir þessu eru auknar öryggiskröfur í Fierfox 4 og verið er að vinna í uppfærslum á viðkomandi vefsvæðum til að koma í veg fyrir þessi óþægindi.
Einnig eru vandamál tengd Firefox 4 hjá heimabönkum Byrs, Mp banka og sparisjóðum
Þessi vandamál eru þó annars eðlis því þessir vefir eru að nota tól frá Nexus hugbúnaðinum sem eru að lenda í árekstrum við nýjar viðbætur í Firefox 4.
Lýsing:
Vandamálið lýsir sér þannig að þegar notendur reyna að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þá kemur upp PIN glugginn og þá frýs Firefox í u.þ.b. 1 mínútu og svo kemur upp melding: "Nexus Plugin has chrased".
Lausn:
Nexus mun væntanlega fljótlega koma með uppfærslu á Personal hugbúnaðinn sem leysir vandamálið en þangað til geta notendur farið í stilingar í Firefox 4 og breytt þar einu gildi og þá er vandamálið úr sögunni.
Aðferð:
Sláið inn í address bar: about:config
Hugsanlega kemur upp aðvörun þar sem þið þurfið að lofa að fara varlega :)
Finnið gildið "dom.ipc.plugins.enabled" og breytið true í false með því að hægri smella á línuna og velja að víxla.
Endurræsið Firefox og þá á hann að virka vel með Byr, Mp banka og sparisjóðum.