Nýir aðilar veita aðgang með rafrænum skilríkjum
Sífellt bætist í hóp þeirra sem bjóða upp á aðgang með rafrænum skilríkjum að netkerfum sínum.
Nýjustu aðilarnir eru Orkusalan, sem býður upp á aðgang að þjónustuvef sínum þar sem nálgast má upplýsingar um notkun, aflestrarsögu og sjá yfirlit reikninga, og VÍS (Vátryggingafélag Íslands) sem býður upp á mínar tryggingar þar sem nálgast má upplýsingar um tryggingavernd, iðgjöld, upplýsingar fyrir skattframtal og um greiðslustöðu.