Tækninefnd FUT

Undir fagstaðlaráði í upplýsingatækni (FUT) hjá Staðlaráði Íslands er starfandi tækninefnd um dreifilyklaskipulag. Tækninefndin er óháður vettvangur þar sem hagsmunaðilar rafrænna skilríkja vinna að mótun dreifilyklaskipulags á Íslandi . Stofnfundur nefndarinnar var haldin hjá Staðlaráði Íslands að Laugavegi 178, fimmdudaginn 16. nóvember 2006.

Helstu verkefni nefndarinnar (PDF 148 KB) hafa verið skilgreind. Einnig hefur nefndin sett fram yfirlit yfir staðla og viðmið (PDF 104 KB) sem nefndin hefur til hliðsjónar í starfi sínu.

Helstu skjöl sem nefndin vinnur að eru eftirfarandi:

  1. Innihald skilríkja (Certificate Profile) (PDF 468 KB) - Samþykkt 8.1.2007
  2. Samskiptahættir fyrir stöðu skilríkja (Certificate Status Protocol ) – Í vinnslu
  3. Form og málreglur fyrir dulritaða og undirritaða hluti (Profile for Signed Object) – Í vinnslu
  4. Skilgreining á öryggisstigum (Definition of Security Levels) – Í vinnslu
  5. Kröfur til vottunarstöðva (Requirements for CAs) – Í vinnslu
  6. Tæknileg samþætting (Technical Integration) – Í vinnslu
  7. Tímastimplun (Time stamping ) – Í vinnslu

Flest skjölin eru í vinnslu en verða gerð aðgengileg um leið og samþykkt skjal verður gefið út af tækninefndinni.