Kröfur og staðlar

Umhverfi rafrænna skilríkja er margþætt en hér að neðan má sjá mynd sem skýrir það nánar.

Myndin sýnir umhverfi rafrænna skilríkja á Íslandi í þremur lögum. Ysta lagið markast af alþjóðlega umhverfinu þar sem staðlar og reglugerðir eru í gildi, m.a. tilskipanir Evrópuráðsins. Í öðru lagi markast umhverfið af innlendum lagaramma þar sem lög um rafrænar undirskriftir vega þyngst. Innan þess er þriðja lagið, dreifilyklaskipulag, þar sem útbúnar eru íslenskar kröfur og verklagsreglur byggðar á alþjóðlegum stöðlum og viðmiðunum og innlendum lögum.

Umhverfi rafrænna skilríkja