Tækniupplýsingar

Dreifilyklaskipulag (public key infrastructure, PKI) er kerfi reglna um meðferð, útgáfu og eftirlit með notkun rafrænna skilríkja. Nafnið er þannig til komið að notaðir eru tveir ósamhverfir dulritunarlyklar, og nefnist annar einkalykill (private key) en hinn dreifilykill (public key).

Formlegt dreifilyklaskipulag tryggir tilteknar staðlaðar öryggiskröfur við útgáfu og meðferð rafrænna skilríkja, m.a. að borin séu örugg kennsl á handhafa skilríkjanna við afhendingu þeirra. Í kerfinu er séð fyrir vottun þriðja aðila á því að undirskrift sé í gildi og staðfestingu þess að dulritunarlykill og persónueinkenni eigi saman.

Hér er að finna tæknigreinina Almenn útbreiðsla rafrænna skilríkja (PDF 512 KB) um rafræn skilríki og dreifilyklaskipulag.