Ávinningur

Hvers vegna rafræn skilríki fyrir fyrirtækið þitt?

Með því að nýta þér möguleika rafrænna skilríkja getur þú bætt þjónustu þína við viðskiptavini og aukið hagræði í rekstri:

  • Viðskiptavinir þínir geta afgreitt sig sjálfir að miklu eða öllu leyti í gegnum netið. Þeir geta m.a. undirritað skjöl og sótt upplýsingar rafrænt þegar þeim hentar – jafnvel utan opnunartíma fyrirtækisins.
  • Þú getur verið viss um að viðskiptavinurinn sé sá sem hann segist vera þegar hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum.

  • Möguleikar opnast á að stytta verkferla og hraða afgreiðslu mála. Fyrirtækið þitt getur sinnt erindum sínum við opinberar stofnanir og önnur fyrirtæki, rafrænt. Þannig sparar fyrirtækið þitt tíma sem annars fer í ferðir og heimsóknir.

Sama PIN-númer er notað til að tengjast öllum sem bjóða upp á rafræna auðkenningu  – ekki þarf að muna eitt PIN-númer fyrir hverja stofnun/fyrirtæki.