Rafræn skilríki á farsíma

Mismunandi farsímarRafræn skilríki í farsíma virka í nær öllum tegundum síma, hvort sem það er nýr snjallsími eða eldri farsími. Kannaðu hjá þínu símafyrirtæki hvort það bjóði þessa lausn.

Skilríkin eru vistuð á SIM-kort símans þíns. Til þess að nota þau þarf einungis farsíma, engin önnur tæki. Þá velur þú PIN númer sem þú stimplar inn í símann í hvert sinn sem þú notar rafrænu skilríkin þín.  

Upplýsingar um rafræn skilríki í farsíma hjá símafélögum:

Nova, Síminn, Vodafone

Hvernig útvega ég skilríki í farsíma?

Fyrsta skrefið er að tryggja að þú hafir SIM-kort sem styður rafræn skilríki. Ef þú ert ekki viss geturðu kannað það á vef Auðkennis.

Ef SIM-kortið styður ekki rafræn skilríki skaltu fara í næstu verslun þíns símafyrirtækis eða til endursöluaðila og fá kortinu skipt. Þú getur líka kannað hvort hægt sé að fá kortið sent heim. 

Hvernig virkja ég skilríkin?

Áður en rafræn skilríki eru notuð þarf að virkja þau, en það er hægt að gera á afgreiðslustöðum skilríkjanna.

Þú hefur meðferðis gilt skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini með mynd) og skrifar undir samning í tengslum við ný skilríki. Þú velur jafnframt eitt 4-8 stafa PIN númer til að nota á skilríkinu. Gott er að vera búin/n að ákveða númerið þegar þú mætir á afgreiðslustað.

Rafræn skilríki fyrir yngri en 18 ára

Einstaklingar undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki hvort sem er á farsíma eða á korti.

Umsækjandi þarf í viðurvist foreldra eða forsjáraðila að framvísa þarf gildu skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af sýslumanni) og skrifa undir samning í tengslum við ný skilríki.  Foreldri eða forráðamaður þarf jafnframt að framvísa skilríki (vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefið út af sýslumanni) og skrifa undir með umsækjandanum.

Hvað næst

Skilríkin eru til reiðu og hægt er að nýta þau hjá mörgum þjónustuaðilum. Allt sem þú þarft er sími og PIN. Á vef Auðkennis getur þú prófað hvernig rafrænu skilríkin þín virka.