Rafræn skilríki

Rafræn skilríki létta okkur lífið. Þau eru í takt við nútímann þar sem fólk er á ferð og flugi og sinnir sínum málum á netinu. Annars vegar bjóða skilríkin auðkenningu, sem opnar ýmsar dyr og einfaldar aðgengi að læstum notendasvæðum á vefnum með færri lykilorðum. Hins vegar rafræna undirskrift, sem sparar sporin. Undirritun með rafrænum skilríkjum jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð eigin hendi. Engin önnur rafræn auðkenni gera þetta kleift.

Tvær leiðir eru í boði þegar útvega og virkja á rafræn skilríki: